Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvar er þverslaufan Birgir?

Á ýmsu átti ég von úr þessari átt en ekki bindi. Nú hef ég misst alla trú á drengnum mínum. Ætlum við þá ekki að þjóðnýta sumarhallir auðmannanna sem nú hafa kvatt klakann? Hvað eigum við þá að gera við þær? Þær rúma jú heilu ættarmótin. Ég var þegar farin að hugsa til næsta sumars. Þetta verður þá gamla hundsbitið enn og aftur.
mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólskuleg árás

Hvað ætli þýði að æsa sig. Þótt fólk sé hætt að bera nokkra virðingu fyrir hvers kyns yfirvöldum í landinu verður að horfast í augu við það að menn geta bókað að ganga lausir daginn eftir svona hamagang. Kannski einn sitji í gæsluvarðhaldi þar til málsatvik eru kunn og þá fer málið í salt. Svo fá þeir óheppnu svo og svo marga daga á skilorði, aðrir sleppa því þeir voru ölvaðir og gátu ekki fyllilega gert grein fyrir sínum þætti í barsmíðunum. Ég er samt alveg hissa að þetta gerist í Árbænum því þar hefur alla jafna búið vandað fólk.
mbl.is Fólskuleg árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já svona, skottist þið heim

Eftirsjá er af öllu því góða fólki sem ég hef horft á eftir héðan í sumar, ýmist vegna uppsagna eða óhagstæðra vinnuskilyrða. Ég á nokkrar góðar vinkonur sem ég veit ekkert hvort ég held sambandi við úr þessu. En ekki kæmi mér á óvart að Skagamenn fagni þessum tíðindum og eins fleiri þeir sem hafa amast við veru Pólverjanna hér á landi. Ég er komin með nóg af gríni á borð við ,,Nei ég er bara með Pólverja í þessu" -þegar fólk ræðir um að ganga örna sinna eða annað smálegt. Nú ættum við að leggja rækt við þá Pólverja sem kjósa að dvelja hér áfram og tryggja áframhaldandi veru þeirra svo fjölmargar starfsgreinar leggist hreinlega ekki af.


mbl.is Hópast heim til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegasta hátíð sem ég man

Myndirnar sem berast af Arnarhóli eru ótrúlegar, ég er að missa röddina við það að æpa nöfn liðsmanna. Ég er svo klökk að það verður enginn kvöldmatur í dag. Það var sérlega kært að heyra áheyrendur fagna borgarstjóra vorum svo innilega og hlýtur að vera Ólafi huggun, hann fékk ekki svona móttökur við embættistökuna en nú er annað hljóð komið í strokkinn. Vonum að þetta sé ekki vinsældabrölt hjá ríkisstjórninni.


mbl.is Landsliðsmönnum fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökum honum í opnum vagni

Nú tala ég á léttu nótunum en það væri þó hugmynd að aka Ramses í opnum vagni með strákunum okkar eða jafnvel einum og sér af þessu tilefni, málið hefur vakið mikla athygli víða og gaman væri að við Íslendingar gætum sett svo glæstan punkt yfir i-ið að loknu vandræðalegu máli.
mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðu betur haldið í Ólaf

Ég tel sjálfstæðismenn hafa leikið af sér með því að losa sig við Ólaf og það held ég að sé að sýna sig í þessari könnun. Stjórnarmeirihluti þeirra var rétt að rísa og komast af stað þegar þetta dynur yfir og þá er von að menn missi trúna. Ég held að Ólafur sé jafnvænlegur og tveir Óskarar Bergssynir og þetta mun koma sjálfstæðismönnum í koll í næstu kosningum. Þar gæti Samfylkingin hins vegar notið góðs af og jafnvel komið upp sterkum starfhæfum meirihluta með aðkomu Ólafs F. og annaðhvort Framsóknar eða VG.


mbl.is Borgarstjórn með fjórðungs fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flýr Gísli sökkvandi skip?

Er tilviljun að þessi fjargviðrisfundur sé þann sama dag og Gísli "Marteinn" tilkynnir brotthvarf sitt úr stjórnmálum nema að nafninu til? Er hann að flýja vegna bresta í samstarfinu eða orðróms um nýjan meirihluta? Langar hann ekki að standa í ámátlega hópnum að baki borgarstjóra þegar tilkynningar eru gefnar og reyna að halda andlitinu? Nei kannski er hann bara á leið í meðferð, ég er trúi ekki að það sé Kvíabryggja.
mbl.is Fundur í Ráðhúsi sagður búinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gátu þær ekki verið austrænar?

Það er hræðilegt að vesturlandabúar verði undir í óöldinni í Austurlöndum. Eða svo má lesa út úr þessari frétt. Af hverju er fyrirsögnin ekki "Bílstjóri og annar Afgani skotnir til bana"? Nei ég segi svona, þeir sem fara til starfa á ófriðarsvæðum geta átt von á svona óhöppum hvenær sem er.
mbl.is Þrjár vestrænar konur skotnar til bana í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá af góðum dreng

Fyrstu fregnir af þessu brotthvarfi Gísla vöktu fögnuð hér á heimilinu en þá fór ég að leggja málið niður fyrir mig og komst að því að fátt má að Gísla finna. Hann hefur starfað af heilindum að því er ég fæ best séð, tillögur hans um öldrunarmál og menningarmál voru góðar og eru að skila sér, afraksturinn mun hann þó varla koma til með að sjá - eins og segir: Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Ég mun sakna Gísla og vona að nýtt líf uppfylli væntingar hans og þrár, honum leið greinilega ekki eins vel og glaðlegt yfirbragðið gaf til kynna. Það er gott að mennta sig, ég veit ekki alveg hvað þetta "urban politics" er og það er best að Gísli kynni þetta fyrir okkur á síðunni sinni þegar þar að kemur. En ljóst er að við missum hér einn okkar fremsta mann í borgarmálunum, mann sem hefði getað náð alla leið, framtíðin brosti við honum en svona getur farið þegar minnst varir.
mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak - lítið á, Ingibjörg og Geir

Þetta er með skemmtilegri nýjungum á sviði tölvutækni sem komið hefur upp undanfarið. Hér fer stjórnmálamaður sem hefur vökult auga og tekur af skarið. Ég hef reynt dálítið að finna þetta en ekki orðið ágengt en lesið mikið um framtakið og sýnist þetta smella eins og sagt er. Ef ég ætti að veðja myndi ég skjóta á að Ágúst Ólafur Ágústsson yrði fyrstur þingmanna með svona, eða þá Björn Bjarnason. Hins vegar ættu það fyrst að vera Geir og Ingibjörg sem tækju þetta upp á sína arma, fólk sem gefur ekki alltaf kost á sér í viðtöl, og ætti þá almenningur greiðari leið að þeim, bæði á sviði stjórnmála og eins í einkalífinu. Að gefa almenningi innsýn í daglegt líf með þessum hætti er kjörin leið til aukinna vinsælda og því verður gaman að fylgjast með kapphlaupinu um vefsjónvarpið.
mbl.is Gordon Brown með eigið vefsjónvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband