Færsluflokkur: Spaugilegt

Góða fyrirsögnin - hvað er sykur?

Jú sykur er fíkniefni sem auðvelt er að ánetjast eins og ég veit best sjálf. Hins vegar eru ekki nýmæli að seld séu fíknefni, þetta þekkja Íslendingar mætavel. Í Draumnum á Rauðarárstíg hefur mátt fá nánast hvað sem er undir borðið um árabil og það undir vökulu auga lögreglu. Ég hef heyrt að utan þess að kökudropar séu í hillum í meira magni en ávaxtasafi þá megi fá þar þýfi á góðum dögum.
mbl.is Fíkniefni seld í sælgætisverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekta Svíar

Hver fær múskateitrun? Jú, það eru Svíar. Nú get ég ekki annað en hlegið. Svíar eru með eindæmum ólánlegir og eiga til að gera svona hluti. Ef múskat er ekki farið með af gát, þá fer illa. Maður vandar sig með múskat og lyktin gefur manni vísbendingar, alveg eins og af kökudropunum góðu. Þetta getur maður haft á Hundsvíann þegar hann setur sig næst á háan hest: Jæja góði, hvernig er þetta með ykkur Svíana og múskatið?
mbl.is Varð bumbult af múskati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi tvö f-orð hafa aldrei fyrr komið saman í setningu

Frumkvæði og Framsókn; já allt taldi ég mig hafa heyrt. En einu sinni er allt fyrst, ég geri þó ráð fyrir því að "þreifingar" séu ekki hafnar og muni ekki hefjast, ég veit ekki betur en flestir séu frekar ánægðir með störf borgarstjóra Ólafs F. og einhverjir jafnvel sáttir við miðborgarstjóra. Hins vegar eru fjölmiðlar vísir til að ýfa eitthvert fár í kringum fundinn sem haldinn var í dag. Það væri víst það síðasta sem Framsókn þarf á að halda að gera sig enn hlægilega á sviði borgarmála, hafa allir gleymt Binga nú þegar?
mbl.is Frumkvæði frá Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver trúir á dverga nú til dags?

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri segja gjarnan frá ævintýrum dverga og álfa og fleiri undravera og þessar sögur þekkja flestir. Hins vegar eru dvergar og álfar að mestu horfnir úr þjóðtrú okkar Íslendinga og flestra vestrænna þjóða. Þessi frétt er skondin og eflaust skrifuð til gamans eða til að vekja athygli á slæmum kjörum öryrkja en þá ætti að umgangast - og fjalla um af virðingu.
mbl.is Reyndu að innrita dverg í ferðatösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott á sunnlendinga - þeir vita ekki betur

Það er gott að besta veðrið er alltaf hér fyrir norðan. Sérstaklega er gaman að fá svona fregnir af veðri þegar viðbúið er að ættingjar og vinir streyma að sunnan til að njóta veðurblíðunnar hér og í dag á ég með kaffinu og fagna hverju innliti. Hins vegar ætla ég að sleikja sólina framan af degi og sætti mig ekki við minnstu truflun. Það er hins vegar gleðilegt að sunnlendingar fá rigningu og NÓG af henni, það er svo gott fyrir kartölfunar. Skelfing sem ég er orðin leið á þessum stóru, útlendu kartöflum. Þær eru svo undarlegar á bragðið. En komið norður og njótið sólar og veitinga hjá mér.


mbl.is Þykknar upp vestantil í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband