Já svona, skottist þið heim

Eftirsjá er af öllu því góða fólki sem ég hef horft á eftir héðan í sumar, ýmist vegna uppsagna eða óhagstæðra vinnuskilyrða. Ég á nokkrar góðar vinkonur sem ég veit ekkert hvort ég held sambandi við úr þessu. En ekki kæmi mér á óvart að Skagamenn fagni þessum tíðindum og eins fleiri þeir sem hafa amast við veru Pólverjanna hér á landi. Ég er komin með nóg af gríni á borð við ,,Nei ég er bara með Pólverja í þessu" -þegar fólk ræðir um að ganga örna sinna eða annað smálegt. Nú ættum við að leggja rækt við þá Pólverja sem kjósa að dvelja hér áfram og tryggja áframhaldandi veru þeirra svo fjölmargar starfsgreinar leggist hreinlega ekki af.


mbl.is Hópast heim til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valsmenn; kaupið Beggu Bjarna!

Það er leitt að horfa á eftir HK/Víkingi úr Landsbankadeildinni en svona gengur þetta og svona samskeytt lið hafa oft átt erfitt uppdráttar. Hins vegar væri synd að Berglind í Víkingi fengi ekki að spila í efstu deild á næstu leiktíð og nú er lag, Valsmenn, að tryggja titilinn fyrir næstu leiktíð. Kaupum Beggu Bjarna frænku mína, sama hvað það kostar!
mbl.is HK/Víkingur fallinn úr Landsbankadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta lið í heimi

Til hamingju Valsmenn, nú skín sól á Hlíðarenda og enn er von fyrir karlaliðið. Það getur þó talist hafa staðið sig í sumar miðað við sviptingar með leikmenn í byrjun júlí. Það er svo skrýtið að menn vilja þakka Margréti Láru þetta en málið er að hún vinnur ekki úr meiru en liðið gerir henni kleift. Hún myndi ekki setja þetta allt inn með KR-liðinu; þar reynir of á einstaklingsframtakið. Í fyrsta sinn í 6 ár ætla ég að kaupa ársmiða á Hliðarenda fyrir handboltavertíðina.
mbl.is Valur með meistaratitilinn í höndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegasta hátíð sem ég man

Myndirnar sem berast af Arnarhóli eru ótrúlegar, ég er að missa röddina við það að æpa nöfn liðsmanna. Ég er svo klökk að það verður enginn kvöldmatur í dag. Það var sérlega kært að heyra áheyrendur fagna borgarstjóra vorum svo innilega og hlýtur að vera Ólafi huggun, hann fékk ekki svona móttökur við embættistökuna en nú er annað hljóð komið í strokkinn. Vonum að þetta sé ekki vinsældabrölt hjá ríkisstjórninni.


mbl.is Landsliðsmönnum fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver átti kippuna?

Að menn skilji eftir kippur af bjór á víðavangi er alveg forkastanlegt. Hvað ef Jóhann hefði ekki verið á ferðinni og stolið henni? Hvað ef börnin okkar hefðu komist þarna óséð í áfengið. Að umgangast áfengi fylgir ábyrgð. Skyldi þessi kippa hafa verið á boðstólum? Gæti Jóhann hafa seilst í bjórinn sem boðið var upp á í sölutjöldum víða um miðborgina? Mér finnst leiðinlegt til þess að hugsa að fólk þurfi að vera að hella í sig fyrir framan börnin en geti ekki drukkið sig fullt heima hjá sér eða inna á börum. Ef ég hefði sótt menningarnótt hefði ég skilið börnin mín eftir heima. Nógu snemma fá þau að fást við Bakkus.


mbl.is Uppgrip í dósasöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins gleðileg tíðindi

Það lýsir alltaf upp daginn þegar maður sér svona jákvæðar og gleðilegar fréttir. Ég bíð alltaf tíðinda af síldveiðum þar sem ég geri mikilar vonir til þeirra síðan síldin kom aftur 2004. Faðir minn var á síldinni og gengdin hafði mikil áhrif á andrúmsloftið heima. En jólasíldin veiðir sig ekki sjálf og nú þurfa menn að láta hendur standa fram úr ermum. Það eru engin jól án jólasíldar. Gleymum ekki gjaldeyrinum sem síldin skapar.
mbl.is Síldveiði gengur ágætlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvergi heima nema í Aston Villa

Það hefur lengi verið draumur okkar hjóna að Davið Villa gangi til liðs við Aston Villa og okkar menn hafa beðið þess nokkuð þótt samningar hafi aldrei komist á borðið, helst vegna fjárskorts. Það var nokkuð rætt um þetta í kjölfar HM í Þýskalandi þegar Villa þótti ekki alveg standa undir nafni og þá virtist eitthvað ætla af stað en síðan þá hefur hálfgerður hnútur verið á þessum þreifingum og mín tilfinning er sú að kappinn njóti sín ekki til fulls nema á Villa Park.
mbl.is Chelsea líka á eftir Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land Arnars Gauta

Svíar eru nú meiri fíflin. Það mætti halda að straujárnsframleiðendur væru að gera grín að Svíum með þessari könnun sem ljóst er að enginn annar hefði tekið alvarlega. Norðmenn eru mun smekklegri í klæðaburði en Svíar (nú tala ég um karlmennina) og margir Svíar hugsa ekkert um hárið á sér, ógreiddir og illa rakaðir. Svo hlæja þeir að Finnum. Sá hlær best sem síðast hlær. Ég held að íslenskir karlmenn ættu frekar að líta til Noregs þar sem menn greiða sér, þrífa en nota ekki dagkrem eða taka þátt í einhverjum stelpuleik. Mig hefur lengi grunað að þessi Arnar Gauti væri sænskur.
mbl.is Svíar telja sig snyrtilegasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökum honum í opnum vagni

Nú tala ég á léttu nótunum en það væri þó hugmynd að aka Ramses í opnum vagni með strákunum okkar eða jafnvel einum og sér af þessu tilefni, málið hefur vakið mikla athygli víða og gaman væri að við Íslendingar gætum sett svo glæstan punkt yfir i-ið að loknu vandræðalegu máli.
mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðu betur haldið í Ólaf

Ég tel sjálfstæðismenn hafa leikið af sér með því að losa sig við Ólaf og það held ég að sé að sýna sig í þessari könnun. Stjórnarmeirihluti þeirra var rétt að rísa og komast af stað þegar þetta dynur yfir og þá er von að menn missi trúna. Ég held að Ólafur sé jafnvænlegur og tveir Óskarar Bergssynir og þetta mun koma sjálfstæðismönnum í koll í næstu kosningum. Þar gæti Samfylkingin hins vegar notið góðs af og jafnvel komið upp sterkum starfhæfum meirihluta með aðkomu Ólafs F. og annaðhvort Framsóknar eða VG.


mbl.is Borgarstjórn með fjórðungs fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband