Víst selur það meira

Ég held að þessi sænska rannsókn sé takmörkuð við einhverjar afar afmarkaðar aðstæður eða brenglað mat þeirra sem flokka fallega og ljóta. Ég til dæmis fer alltaf á þann kassann þar sem sá fallegasti/a hverju sinni situr, nánast óháð röðinni. Ég segi óaðlaðandi starfsfólki að ég þurfi enga aðstoð, ég sé bara að skoða eða fer út ef það leitar á mig. Hins vegar þarf fallegt starfsfólk lítið annað en að brosa örlítið og þá er ég vís til að kaupa vörur eða þjónustu sem ég hefði aldrei íhugað eða ætlað mér. Þetta er bara svona og þarf engar rannsóknir til að segja mér annað!
mbl.is Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Getur verið að þú sért í græna dularbúningnum þínum þegar aumingja blessað óaðlaðandi fólkið leitar á þig? Finnur kannski til samkenndar  En annars er ég svo óþolinmóð að ég fer bara í þá röð sem styðst er, þoli illa bið, kannski þess vegna sem hárið á mér er orðið alltof sítt, ég fæ aldrei tíma STRAX! Velkomin sem bloggvinur græna fyrirbæri og höldum bara upp á það! 

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.7.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband