Vonbrigði

Ég keypti 2 miða á þessa sýningu þar sem sonur minn var æstur að sjá þessa sýningu og bað mig um að ganga frá þessu. Nú lesum við það að þetta sé einhver heyrnarlausra sýning. Ég veit ekki hvernig mér líkar þetta en hefði þó viljað vera látin vita. Nú er sonur minn ekki svo viss um að vilja fara svo líklega fer Ásta með mér. Hann reiknaði með sýningu um Döff bassaleikara úr Guns and roses eða einhverju honum tengdu. Ég ætla að bjóða honum í leikhúsið fljótt aftur í staðinn fyrir vonbrigðin.
mbl.is Döff-sýning í Þjóðleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

Vonbrigði? Ég sá þessa sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu og var mjög hrifin. Þetta er frábært leikrit um samskipti móður og dóttur á mjög kómískan en jafnframt dramatískan hátt. Farið er í það hvernig búið var að heyrnarlausum meginþorra 20. aldar og hvernig samskiptum heyrnarlausra barna og heyrandi foreldra var háttað. Þetta er upplýsandi leikrit sem allir ættu að sjá. Fæstir gera sér grein fyrir að það eru tveir menningarheimar á Íslandi (fyrir utan alla erlendu menningarheimana sem eru að festa rætur), menningarheimur hinna heyrandi og svo hinna heyrnarlausu. Það er hópur fólks sem talar ekki sama tungumál og við en er samt íslendingar. Ég er viss um að þið skemmtið ykkur konunglega og komið út af sýningunni uppfræddar. Sonur þinn á eftir að sjá eftir að hafa ekki komið með.

Rúna Vala, 24.9.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Tek undir með Rúnu, þetta er ÆÐISLEGA FLOTT VERK og þú verður ekki svikin af því að sjá það. Æ promiss :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband