Óforskammað

Fyrir mér er brúðkaupið og dagurinn sem valinn er eitthvað sem ákveðið er með miklum fyrirvara, öllu er til tjaldað og vinum og vandamönnum er boðið til að samfagna. Að gera þetta svona upp úr þurru finnst mér óforskammað og særandi þeim sem leggja þrotlausa vinnu í undirbúning. Skyldi þetta verða til heilla, ég bara spyr! Mitt brúðkaup var ákveðið fast að ári áður og mánuðirnir fram að því voru notaðir vel, það er hjónaband sem hefur enst og ekki einhver skrípaleikur.
mbl.is Skyndigifting í lopapeysu og í gúmmískóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkt bull í einum manni. Endast þau hjónabönd lengur þar sem meira er eitt í veisluhöld og fleiri gestum boðið??

Óli (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Janus

Svona, svona þeirra hjónaband er án vafa ekkert hamingjuminna en þitt brúðkaup, sem betur fer er það þannig að það er hverjum frjálst að gera þennan dag eins og þau vilja. Gott ef ég tek ekki ofan fyrir þessum nýgiftu hjónum að hafa ekki spreðað endalausum peningum á krepputímum í að gifta sig, þau eru örugglega hamingjusamari fyrir vikið :)

Janus, 12.8.2008 kl. 17:30

3 identicon

Heilir og sælir félagar í bloggheimum!

Ja, mikil er gúrkutíðin á okkar blessaða landi. Það vill nú svo vel til að ég þekki parið fallega sem hét hvort öðru tryggð og trúnaði í Patreksfjarðarkirkju síðasliðinn föstudag. Það má vel vera að viðkvæmir bleikir sveppir sætti sig ekki við "skyndiákvarðanir" eins og þeirra. En gæti það stafað af öfund? Hamingjusamt hjónaband fæst ekki keypt með glysi, veisluhöldum og gjafalistum í glingurbúðum. Ég óska þér Trölli minn að gæfan fylgi þér og hjónabandi þínu þó svo gyllingin hverfi af sparistellinu í uppþvottavélinni.

Írafellsmóri (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 17:46

4 identicon

þetta var mamma min sem var ad gifta sig og ég get sagt ikkur ad þetta hjonaband mun endast til eilifar

natalie (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:23

5 identicon

Haha, þetta er það vitlausasta sem ég hef heyrt lengi.

Tinna (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:46

6 identicon

hahahaha. Ég held nú að hér hafi "minnkurinn" verið að gantast. Það var a.m.k. það sem ég las út úr þessu. Svona íslensk kaldhæðni.

Annars flott hjá þessu pari. Ég ætti kannski bara að gera þetta svona líka. Miklar pælingar á þessum bæ hvernig standa eigi að þessu.

Sigrún (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þvílík svívirða.  Þetta pakk laumast í útilegu í lopapeysu og gúmmurum, snuðar vini og vandamenn og vogar sér að ganga í það heilaga.  Hvers eiga ættingjar og vinir að gjalda að fá ekki einu sinni rándýra veislu og húllumhæ sem á sér árs aðdraganda.  Oj, bara.

Annars vil ég senda þessu hamingjusama útilegufólki og börnum þess bestu kveðjur.  Gaman að segja frá því að ég og maðurinn minn komum fram af álíka skepnuskap, giftum okkur hjá fógeta og gættum þess að fara með veggjum til að ekki kæmist upp um gjörninginn.  Við erum enn hjón.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:54

8 identicon

til hamingju með mömmu þína natalie,megi Guð og gæfa fylgja ykkur um ókomna tíð. Til hamingju

siggi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 04:50

9 Smámynd: Le Betiz

Jú það snöggfauk í mig og okkur hjónin þar sem við þekkjum hér eilítið til og teljum okkur hafa orðið af annars skemmtilegri veislu. Sendum okkar bestu heillaóskir og bíðum eftir boðinu..

Le Betiz, 13.8.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband